En að innheimta kvótann?

Ég er krossbit. Vilja SFS ekki bara veiða fiskinn í Svartahafinu líka?


338.349!

Mér varð litið inn á vef Hagstofunnar áðan og krossbrá. Þar stendur:

Hinn 1. janúar 2017 voru landsmenn 338.349 og hafði þá fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8%. Konum og körlum fjölgaði nokkuð jafnt en karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur.

Við sátum tvö íslensk í flugrútunni í gær á leið í bæinn eftir skíðafrí í útlandinu og spjölluðum við aðkomumenn. Einar: Og við erum bara 300.000. Ég: Hey, við erum 330.000, bannað að draga úr.

En við erum að nálgast 340.000! Ekki nema von að innan um og saman við sé fólk sem ég hef bara aldrei séð.

Ef ég skyldi aftur fara í leiðsögn er vissast að hafa staðreyndir á hreinu.


Á fjórða degi í alþjóðlegu hrósi

Það er varla að ég þori að segja þetta upphátt en mér finnst fólk ekki hrósa of lítið. Á miðvikudaginn var alþjóðlegi hrósdagurinn og íslenski bjórdagurinn og þeir fóru báðir framhjá mörgum sem ég þekki. Ég veit það því að ég kom þeim á tal við marga. Og það var í sjálfu sér ágætt.

Kannski hrósar fólk of sjaldan þó að mér líði ekki þannig. Mér finnst fólk oft hrósa yfirborðslega og af samviskusemi. Ég er alls ekki að tala um þegar fólk segir öðru fólki að peysan sé falleg eða klippingin klæðileg. Ég trúi að það sé sjálfsprottið. Ég er að tala um þegar fólki er sagt að það sé SNILLINGAR fyrir það að eiga afmæli, komast óbrotið niður skíðabrekkur eða bara fara í skíðaferð til útlanda. Hrós er bólgið. Einkunnir hafa tilhneigingu til að verða óþarflega háar og þannig nýtist ekki skalinn. Ég er ekki viss um að þetta örvi fólk til góðra verka eða bætingar í neinu.

Að sama skapi veigrar fólk sér við að setja fram heilbrigða gagnrýni af því að hún er túlkuð sem tuð og neikvæðni. Ef heilbrigðisstarfsmaður gagnrýnir það að lyfta á Landspítalanum sé biluð í heila viku fussa sumir yfir gagnrýninni en gaumgæfa ekki það sem gagnrýnin beinist að. Gagnrýni er túlkuð sém árás en felur kannski fyrst og fremst í sér upplýsingar sem ætti að vinna úr. Og ef lyftan er óstarfhæf kemst sjúklingur ekki á milli hæða eða önnur lyfta verður ofnotuð og gengur líka úr sér.

Kannski er hluti af vandanum sá að stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að gútera að andstæðingar í pólítik geti bent á skynsamlegar leiðir eða komið með góðar tillögur. Menn rífa niður hugmyndir annarra -- en á móti er fólki hrósað fyrir algjört getuleysi.

Kannski.

En frábært veður úti núna ... sólin er SNILLINGUR ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband