Ađ leyna eđa ekki ađ leyna

Engum ynnist tími til ađ segja nokkrum manni frá öllu sem á daga hans drífur eđa öllu sem fer í gegnum hugann. Erum viđ ţá ađ leyna ţví? Nei. Ef mađur segir hins vegar ekki frá morđi, morđtilraun, framhjáhaldi, ţjófnađi, međvituđu einelti [bćtist viđ eftir ţörfum] heldur mađur ţví vísvitandi leyndu og ţá er ţađ leyndarmál.

Ég var ađ klára Leyndarmál eiginmannsins eftir ástralska höfundinn Liane Moriarty. Ég ţekkti ekkert til hennar ţannig ađ hún kom mér stórkostlega ánćgjulega á óvart og skilur mig eftir međ móralskar spurningar. Ég vil ekki skemma neitt fyrir neinum ţannig ađ ég fer ekki út í söguţráđinn en ég var stórhrifin af fléttunni og fer nú ađ leita ađ fleiri bókum eftir sama höfund. Og ekki er loku fyrir ţađ skotiđ ađ ég bryddi upp á álitamálunum í nćsta kaffitíma. Er verra ef mađurinn manns heldur platónskt framhjá međ heimilisvini en ef hann lćtur verkin tala? Er hćgt ađ halda framhjá međ orđunum einum saman?


Fornafn eđa skírnarnafn

Ég heyrđi í útvarpinu í morgun talađ um treyjur landsliđskvennanna, hvort eđlilegt vćri ađ vera međ föđurnöfnin á bakinu í stađ skírnarnafnanna. Mér finnst ţađ í lagi ţótt mér fyndist óeđlilegt ađ lýsandinn talađi um Friđriksdóttur og Baldvinsdóttur í íslensku útsendingunni. Ţađ sem ég hnaut hins vegar um var ţegar talađ var um fornöfn og ćttarnöfn í ţćttinum.

Berglind er skírnarnafn eđa eiginnafn. Hún er fornafn. Steinsdóttir er föđurnafn. Steinsen gćti veriđ ćttarnafn ef fjölskyldan bćri ţađ í stađ breytilegra föđurnafna.

Ég held ađ ég muni hver sagđi ţetta sem ég er ósammála en ég nenni ekki ađ hlusta til ađ finna ţađ enda skiptir ţađ ekki máli. Ég er bara ađ tjá mig ...


,,Svo er klifiđ tindinn"

Ég er ekki á móti málbreytingum, svokallađri ţróun. Sumar breytingar valda mér ţó líkamlegum óţćgindum, t.d. hin sérkennilega notkun á lýsingarhćtti: Fyrst var vaknađ fyrir allar aldir, svo borđađ morgunmat og loks fariđ í bílinn.

Mér ţykir eđlilegra ađ segja: Viđ vöknuđum fyrir allar aldir, borđuđum morgunmat, fórum á bílnum á áfangastađ og klifum síđan tindinn (eđa eitthvađ betra og mögulega í eintölu). Er ţetta einhvers konar framsöguháttarflótti?

Fyrri málsgreinin er í alla stađi sérkennileg eins og frásegjandi hafi ekki komiđ nálćgt sínum eigin gjörđum og svo verđur tungumáliđ einsleitara og flatara. Minnir á byrjendur í ţýsku sem treysta sér ekki í sagnir í ţátíđ.

Mér finnst leiđinlegt ađ segja ţetta á miđju sumri en ţetta hefur íţyngt mér um nokkra hríđ og ég gat ekki á mér setiđ ţegar ég heyrđi setninguna í fyrirsögninni í fréttatíma Bylgjunnar rétt í ţessu.

   Ţađ var ekki sagt viđ mig af neinum ađ skrifa ţennan pistil ...


Fánapokar

Já, titillinn er ekki lýsandi en ţetta er samt nafniđ á verkefni sem snýst um ađ nýta sterkt og gott efni, sem annars yrđi fargađ, til ađ búa til poka. Ég var ađ styrkja ţađ og hlakka mikiđ til ađ sjá afraksturinn.

Kveđja,
nýtingarsinninn


Höfum hátt

Ég fylgist međ fréttum. Ég hlusta mikiđ á útvarp en virđist leggja betur á minniđ ţađ sem ég les og ég fletti blöđunum ţótt ég dragist ađeins aftur úr. Nú var ég ađ lesa leiđara frá 5. júlí ţar sem viđ erum hvött til ađ hafa hátt og láta ekki kynferđisglćpi gleymast, ekki til ţess ađ viđ munum ţá sjálfa heldur til ţess ađ koma í veg fyrir ađ ţeir endurtaki sig.

Sjálfsagt er einhver nálćgt mér sem hefur orđiđ fyrir kynferđisofbeldi ţótt ég viti ţađ ekki en ég er ekki í vafa um ađ slíkir glćpir setji mark sitt á ţolandann til langrar framtíđar. Nógu erum viđ buguđ eftir fjármálaglćpi hrunsins og fjárhagslegt tjón sem viđ urđum fyrir ţá. Peningar eru ađ sönnu ávísun á ýmis gćđi en heilsa manns er ekki síđur ávísun á lífsgćđi.

Umrćddur lögmađur var dćmdur fyrir kynferđisglćpi. Af hverju ćtti vinnuheilsa hans, sem er ţar ađ auki kominn á lífeyrisaldur, ađ vega ţyngra en heilsa fjölmargra fórnarlamba kynferđisglćpa?

#höfumhátt


,,... ađ ekki sé á ţessu stigi rétt ađ lögvernda starf leiđsögumanna."

Ég fór í Leiđsöguskóla Íslands í Kópavogi haustiđ 2001, útskrifađist 2002 og var leiđsögumađur á sumrin frá 2002 til 2013. Allan ţann tíma var ţrálát umrćđa um starfiđ, lögverndun starfsins/starfsheitisins og kjörin. Allar stjórnir hafa rćtt ţetta, margir félagsfundir og auđvitađ óteljandi kaffistofufundir um allt land. Og ekki bara ţann tíma sem ég tolldi heldur sennilega allar götur frá stofnun Félags leiđsögumanna 1972.

Ferđamálaráđherra var fyrir mánuđi spurđ:

Telur ráđherra ađ lögvernda beri starfsheiti leiđsögumanna ţannig ađ tryggt verđi ađ ţađ noti einungis ţeir sem hafa lokiđ viđurkenndu leiđsögumannsnámi, t.d. í samrćmi viđ stađal um menntun leiđsögumanna IST EN 15565:2008, eđa aflađ sér réttar til ađ bera starfsheitiđ međ öđrum viđurkenndum hćtti, svo sem raunfćrnimati? 

Skammarlegt ađ ţađ skyldi fara framhjá mér ađ ţessi fyrirspurn hafi veriđ lögđ fram en svariđ var birt á miđvikudaginn. Og ráđherra ferđamála segir:

Ađ framansögđu virtu er ţađ mat ráđherra ađ ekki sé á ţessu stigi rétt ađ lögvernda starf leiđsögumanna.  

Hún fćrir fyrir ţví ţau rök ađ lögverndun starfsheitis leiđsögumanna myndi leiđa til ţess ađ ófaglćrđir einstaklingar, sumir međ áratugalanga reynslu í leiđsögn, ţyrftu leyfi frá stjórnvöldum til ađ geta titlađ sig leiđsögumenn.

Ég spyr: Já, og? Félag leiđsögumanna hefur alltaf veriđ opiđ fyrir stöđuprófi. Einstaklingar sem hafa starfađ áratugum saman viđ leiđsögn tćkju bara stöđupróf og fengju löggildingu. Í alvörunni, ţetta er fyrirsláttur. Samtök ferđaţjónustunnar hafa stađiđ í vegi fyrir löggildingu vegna hagsmuna stórra ferđaskrifstofa sem vilja geta ráđiđ inn hina og ţessa sem kunna lítiđ sem ekkert og líta jafnvel á starf viđ leiđsögn sem möguleika til eigin ferđalaga og sćtta sig viđ lágt kaup. Og međ vaxandi straumi (nema ferđamenn hćtti viđ vegna okurs) er meiri ţörf fyrir mikla međvitund um sérstöđu landsins.

Ég gerđi mér vonir um meiri djörfung hjá ferđamálaráđherra af nýrri kynslóđ en svar hennar og viđhorf tryggir ađ margir lćrđir leiđsögumenn fúlsa viđ starfi í ferđaţjónustunni. Umsaminn taxti upp á 330.000 í mánađarlaun hjálpar heldur ekki til.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband