Morgunútgáfan - hvað?

Ég er talsvert gefin fyrir breytingar og svissa á milli símafyrirtækja og tryggingasala án þess að velta því mikið fyrir mér ef annar kostur er betri en sá sem ég hef skipt við. Er ekki áreiðanlega búið að dreifa frumvarpi, sem verður kannski samþykkt, um að maður geti ekki bara sagt upp tryggingu einu sinni á ári, eins og um væri að ræða félagaskiptaglugga í fótbolta? 

Ég hlusta á útvarp á ýmsum tímum, einkum fyrst á morgnana og svo aftur seinni partinn. Á morgnana hef ég hlustað á Bylgjuna, Rás 2 og Harmageddon á X-inu. En nú er búið að grauta saman Rás 1 og Rás 2 á svo hrútleiðinlegan hátt að ég get ekki hlustað lengur á Rás 2. Stefið er jarðarfararlegt og venst ekki, svo kemur niðurdrepandi tónlist og loks líður þáttastjórnendum greinilega svo illa í viðtölunum að það er ekki hægt að hlusta á þau.

Alveg jökulkalt mat ... alveg óháð smekk ...


Bloggfærslur 17. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband