Candy Crush eða EVE Online?

Ég spilaði Tetris í gamla daga og krota stundum í Sudoku meðan ég hlusta á aðra tala. Ég kann því vel. Ég legg líka stundum kapla meðan aðrir tala og mér finnst mjög gaman að spila alls konar spil. Ég hef hins vegar aldrei spilað Candy Crush, QuizUp eða EVE.

Það getur vel verið að ég missi af miklu en ég mun aldrei vita það. Mér var sagt nýlega að það væri ekki hægt að ná verulega góðum árangri í EVE Online nema vera fíkill því að ef maður spilar ekki í einhvern tíma tapar maður stigum. Og metnaðargjarnt fólk vill ekki hrapa niður stigann.

Ef satt, erum við þá ekki fullmeðvirk með „góðum árangri“ íslenskra sprotafyrirtækja? Og ég er sérstaklega döpur fyrir það að ég horfði stórhrifin á ræðu Hilmars Veigars í vor þegar hann gerði grín að krónunni.  

Getur einhver sannfært mig um að EVE sé góð græja og að fólk geti unnið vinnuna sína og sinnt fjölskyldunni þótt það leiki leikinn? 


Bloggfærslur 19. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband