Vilji til líffæragjafar auðsýnanlegur?

Þær ánægjulegu fréttir bárust heimilismönnum á H26 í þessu að líffæragjafar gætu nú skráð vilja sinn í nýjan gagnagrunn. Um þetta hefur verið rætt á þingi án niðurstöðu og nú liggur aftur fyrir  þingsályktunartillaga um stofnun samþykkisskrár sem guð má vita hvort til stendur að ræða frekar. Málið var líka reifað í fyrra en án niðurstöðu. 

Ég hef verið sérlega mikill áhugamaður um einfaldleika þess að auðsýna vilja sinn til líffæragjafar við andlát, bloggaði um það 30. janúar á þessu ári og aftur í apríl. Þá fékk ég skemmtilega sterk viðbrögð og sá að margir eru sammála mér.

Og nú er sem sagt búið að tilkynna góðu tíðindin á vef landlæknis og auðvelda mönnum að gerast líffæragjafar.

Eða hvað?

Til þess að skrá afstöðu þína til líffæragjafar þarftu Íslykil frá Þjóðskrá eða rafræn skilríki.

Það er bæði auðvelt og fljótlegt. 


Bloggfærslur 24. október 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband