Rás 73

Í fjárlagaumræðunni er hægt að fara út um víðan völl án þess að fjarlægjast kjarna frumvarpsins. Peningar eru nefnilega upphaf alls í kapítalísku samfélagi. Síðustu tvo tímana eða svo hefur verið rætt um kjör lækna og hvort hækkun rúmist innan fjárlaga ársins 2015. Já, eða kannski lengur, ég hef ekki haft kveikt á Alþingisrásinni í allt kvöld.

Mér finnst ég vinna gott starf en það bjargar svo sannarlega ekki mannslífum. Ég er ekki uggandi á leið í vinnu og velti ekki fyrir mér hvort snör handtök mín lengi líf nokkurs manns. Ég er ekki á nálum þegar ég fer heim úr vinnu yfir því að ég verði kölluð aftur út. Ég er ekki á bakvakt. Ég á frí þegar ég er í fríi. En ég gæti orðið háð vinnuframlagi og vinnuvilja lækna. Ég er enn heilsuhraust en það gæti breyst fyrirvaralaust og þá vil ég geta gengið að þeirri þjónustu sem ég tel mig hafa tryggt mér með skattgreiðslum í ár og bráðum áratugi.

Af hverju er ekki samið við lækna? Er ekki þjóðarvitund um að læknisstarfið er fjandi mikilvægt?

(Jú, ég veit að fleiri störf eru það. Jú, ég veit að flugmönnum og bílstjórum má ekki hlekkjast illilega á. Jú, ég veit að foreldrar eru alltaf í viðbragðsstöðu. Pistillinn er samt um læknaverkfallið.)


Bloggfærslur 3. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband