Sjósund

Maður á ekki að vera að kjafta þessu í fólk en sjósund er úrvalsíþrótt. Í Nauthólsvíkinni er núna opið alla daga frá 10-19. Það eru ekki læstir skápar en maður getur látið geyma fyrir sig og borgað fyrir það 200 kr. Svo er ekki hárþurrka -- bömmer -- en það eru innstungur.

Ég kom sjálfri mér skemmtilega á óvart í gær þegar ég ætlaði bara að vaða aðeins út í en endaði með því að synda úr vörinni yfir á ströndina. 50 metra kannski? Ég var trúlega 10 mínútur í sjónum og hitti bæði tjald og skarf.

En ekki segja þetta neinum því að á góðviðrisdögum grunar mig að ströndin sé pökkuð ... 


Bloggfærslur 18. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband