Hvað gera kynin?

Sóley Tómasdóttir sagði rétt áðan sögu á Sprengisandi af pilti sem lenti í slysi í bíl með föður sínum. Piltur slasaðist alvarlega og fór snarlega með sjúkrabíl á slysó. Skurðlæknirinn sem tók á móti honum sagði: „Ég get ekki gert aðgerðina, þetta er sonur minn.“

Hvernig má þetta vera?

Jú, þetta er eldgömul gáta og svarið við henni þekkja margir: Skurðlæknirinn er móðir piltsins. 

Ég held að enn í dag tengi samt ótrúlega margir skurðlækninn ekki við konu. Auðvitað vita margir að konur eru í meiri hluta í háskólanámi. Auðvitað vita margir að margar konur eru klárar, að margar konur mennta sig, að margar konur gegna mikilvægum störfum -- rétt eins og margir karlar.

En þetta er ekki endilega í blóðinu á okkur.

Glæný saga (gáta ef menn kjósa svo) er svona: Menntuð, víðsýn, gáfuð og meðvituð kona var spurð um daginn: „Já, ertu flutt? Er ekki nágranninn lögfræðingur á [einhverri stofu]?“ Vinkona mín hugsaði sig ekki um heldur svaraði: „Nei, hann er flugstjóri.“

Baráttan fyrir viðurkenningunni er ekki öll. Auðvitað er nágranninn lögfræðingur á [einhverri stofu], eiginkona flugstjórans.


Bloggfærslur 22. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband