Smálán

Mikið óskaplega er ég ánægð með að umræða um smálán er enn einhver. Mér hefur gjörsamlega ofboðið að ekki sé gripið í taumana. Umræðan er svo sem ekki mikið taumhald ef aðgerðir fylgja ekki en greinilega þarf það fólk sem getur breytt þessu að fá stíft aðhald. Og þótt smálán annarra týnist í umræðum um veðurlægðir á miðju sumri er samt enn von meðan menn tala.

Ég var eitthvað að leita mér upplýsinga um stöðu mála í vetur og rakst á grein í DV en fann á réttum vettvangi ekkert óyggjandi um þetta sem ég lít á sem glæpsamlegt. En meðan lögunum er ekki breytt ...

Hvaða fórnarlömb eru líklegust til að falla fyrir skjótteknu láni? Mjög ungt fólk sem hefur ekki lært að fóta sig í fjármálum, fólk sem er mjög skuldsett og trúir að þetta sé leið út úr vandanum, fólk sem vill redda sér peningi NÚNA - allt fólk sem mun eiga erfitt með að standa í skilum.

Þetta held ég alltént og hef af því áhyggjur að fólk reisi sér hurðarás um öxl. 


Bloggfærslur 1. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband