Öræfi Ófeigs

Ég er miður mín. Ég heyrði Ófeig Sigurðsson lesa upp úr bók sinni fyrir jólin. Ég veltist um af hlátri, keypti bókina og gaf í jólagjöf. Viðtakandinn gafst upp á bls. 60 og rétti mér. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar en gafst upp þegar á bls. 40.

Ástæðan?

Að einhverju leyti uppblásnar væntingar. Að mestu leyti samt að sagan er skýrsla dr. Lassi sem rekur allt í smáatriðum, svo rækalli miklum smáatriðum að það er ekki séns að henda reiður á atburðarás ef einhver er. Ég tek hana kannski aftur upp ef einhver sannfærir mig um að betra sé framundan. Ég óttast þó að af því verði ekki því að samstarfskona sem ég tek mark á er með herkjum komin út á bls. 160 og mér skilst á henni að allt sé við það sama.

Til viðbótar vil ég gera þá játningu að mér finnst LoveStar Andra Snæs (sem ég hef mikið dálæti á) ekki góð skáldsaga. Ég las hana þó til enda og fannst hún frábær hugmyndabanki. Á hverri síðu var eitthvað spennandi sem hafði enga tengingu við síðuna á undan eða eftir.

Í Öræfum vantar ekkert upp á orðkynngina og tilþrifin. Kannski myndi hjálpa ef einhver læsi hana fyrir mig ...


Bloggfærslur 6. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband