Elsku stelpur

Atriðið sem vann Skrekk þetta árið hefur aldeilis slegið í gegn. Fyrir tilviljun sá ég verðlaunaafhendinguna í gær, en aðeins hana, ekki öll atriðin, og svo atriðið sjálft eftir það. Ég þekki tvær af „elsku stelpunum“ og vissi fyrir að þær væru kraftmiklar og létu ekki eiga hjá sér en mikið djö varð ég ánægð með að sjá þennan stóra, flotta hóp með sterku skilaboðin um að stelpur sitji við sama borð og strákar. Skildir þú það kannski öðruvísi? 

Ég hef ekki fylgst nógu vel með síðustu árin en hefur ekki Skrekkur gengið meira út á huggulegheit og samhæfðar hreyfingar? Í mínum augum er Skrekkur núna kominn á kortið og ég mun  spennt fylgjast með að ári.

Og auðvitað Dúnu, Margréti og vinkonum þeirra.


Bloggfærslur 17. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband