Hundruð en þúsundir?

Við tölum um mörg hundruð manns nema þegar við tölum um mörg þúsund manns. Hvaðan kemur það að tala um þúsundir (réttilega) en æpa af sársauka (ég) þegar einhver „mismælir“ sig og segir hundruðir?

Hundrað er alltaf hvorugkynsorð en þúsund getur verið hvorugkyns OG kvenkyns!

Annað skrýtið er að foreldri er hvorugkyns í eintölu en karlkyns í fleirtölu.

Stundum er erfitt að standa fast á reglum sem eru órökréttar. Það á ekki við um foreldrana samt ...

 


Bloggfærslur 20. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband