Vestið ,,hans" Daníels

Um daginn sá ég einhvern ergja sig yfir ótæpilegri notkun óþarfra fornafna, sbr. að segja „ég veit að hún Guðrún ætlar að mæta“ eða „ég hitti hann Einar síðast í morgun“ í staðinn fyrir að segja einfaldlega „ég veit að Guðrún ætlar að mæta“ eða „ég hitti Einar síðast í morgun“. Ég er lika á því að tungumálið verði straumlínulagaðra og hljómfegurra þegar merkingarlitlum smáorðum er eytt, sbr. þá sem ég hef litlar mætur á. [„Á morgun þá ætla ég að kaupa þessar buxur.“] Algeng hikorð eru líka (fyrir utan sko og héddna) auðvitað, einmitt, kannski, hér og nú sem geta vitaskuld haft merkingu en gera það oft ekki.

En maður verður líka að gæta sín á ofvöndun. Ég horfði á myndatexta sem ég skrifaði í gær: „Mér dettur helst í hug að vestið hans Daníels hafi hlaupið.“ og fannst ómögulegt að hafa bara: Mér dettur helst í hug að vesti Daníels hafi hlaupið.“ Er það ekki á einhvern máta ópersónulegra?

 


Bloggfærslur 1. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband