Svíar grínast líka með þegar samlandar þeirra slíta orð í sundur

Facebook á það til að sýna mér skemmtilegar síður, nú síðast sænska síðu þar sem menn skoða það hvernig merking setninga gjörbreytist þegar samsett orð eru slitin í sundur. 

Mus gift i lager.

Eða:

Musgift i lager.

Ég er ekki verseruð til fulls í sænsku en ég held að ég bulli ekki þegar ég þýði þessar tvær setningar svona:

Mýs giftar á lager.

Og:

Músaeitur á lager.

 

Og miðað við Facebook-síðuna er ekkert lát á svona opinberum merkingum. Ég hef bæði skilning á og samúð með þegar fólk hleypur á sig í prívattextum en þegar skilti eru prentuð með ljótum villum er það til muna verra - en maður getur þó alltaf skemmt sér yfir þeim.

 

Annað afar skemmtilegt dæmi:

Rosor super.

Hmm?

Rósir staupa sig.


Bloggfærslur 10. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband