Leiðsögumaður allt árið

Maður heyrir í fréttum að yfirvofandi verkföll muni hafa þannig áhrif á ferðaþjónustuna að hún fari langleiðina á hliðina. Það eru vondar fréttir en í mínum augum er þeta nauðsynlegt ef það á að vera einhver von til þess að fólkið á gólfinu fái sanngjörn laun fyrir vinnuna sína. Í þessu samhengi ætla ég að leyfa mér að undra mig upphátt á fögnuðinum sem mér virðist hafa brotist út yfir „bónusgreiðslunum“ sem tókst að semja um við HB Granda. Grunnlaun eiga að vera mannsæmandi og þau eiga að heita grunnlaun, ekki bónusgreiðslur, ekki yfirvinna, ekki óunnin yfirvinna, ekki bílastyrkur, bílapeningar, þrif eða matartímar. Sumir hafa til dæmis viðrað þá skoðun að leiðsögumenn fái þjórfé og því megi launin vera lægri. Í fyrsta lagi hefur þjórfé ekki tíðkast hjá sumum þjóðernum, ég held að Skandinavar borgi ógjarnan þjórfé, Bretar ekki endilega, ekki Hollendingar. Það eru helst Bandaríkjamenn og líklega svo Þjóðverjar. En nú er ég svolítið að giska. Það sem ég hins vegar man frá áratugnum mínum í ferðaþjónustunni var að þjórfé minnkaði stöðugt, og var svo sem aldrei uppgrip í dagsferðunum. Stærsta flugfélagið skrifaði inn í bæklingana sína að þjórfé væri illa séð. Eða ætlar einhver að hrekja það?

Mér finnst sem sagt að fólk eigi að fá mannsæmandi grunnlaun. Ég held að SAF séu aðeins að vitkast í þessum efnum og það verður spennandi að sjá hvernig sumarið 2015 leggur sig.


Bloggfærslur 24. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband