Frystiklefinn fékk Eyrarrósina

Ég fékk hamingjuskot þegar ég heyrði að Frystiklefinn á Rifi hefði fengið verðlaun um helgina - einmitt þegar ég var þar í fyrsta skipti. Kári Viðarsson hleypti þessu verkefni, farfuglaheimili og menningarkima, af stað í júlí á síðasta ári og fyrsta reynsla af að vera þar er algjörlega dásamleg. Við gistum þar nokkur úr gönguhópnum Veseni og vergangi af því að við ætluðum í göngu frá Djúpalóni að Öndverðarnesi á föstudaginn langa og einmitt á skírdag kom Pétur Eggerz þangað með sýningu sína, Eldklerkinn

Frystiklefinn á Rifi

Það mætti segja mér að við ættum eftir að fara þangað aftur - og eiga gleðilega páska eða eitthvað.


Bloggfærslur 5. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband