Viðhorf, ekki hvað er í sjónvarpinu MÍNU

Vinkona mín ein segir á Facebook að henni mislíki útlendingahatrið í sjónvarpinu sínu. Önnur vinkona mín skrifaði um daginn að henni þætti ógurlega leiðinlegt að [einhver] í menningarþætti segði ekkert gagnlegt um leiksýningu sem hún var að hugsa um að sjá.

Og vitið þið hvað? Fyrstu viðbrögð hjá vinum beggja voru: Slökktu á sjónvarpinu þínu.

Ég verð svo leið þegar ég sé svona viðbrögð og get ekki blandað mér í umræðuna af því að ég þekki ekki fólkið sem gerði þessar athugasemdir. Af hverju heldur fólk að málið snúist um SJÓNVARPSÁHORFIÐ? Í öðru tilfellinu snýst það um sjónarmið sem vinkonu minni líkar ekki, að einhver frambjóðandi til þings amist við útlendingum, og í hinu tilfellinu var vinkonu minni raun að því að fá ekki frjóa og upplýsandi umræðu um menningarviðburð.


Bloggfærslur 20. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband