Er Kjarval ..(.)metinn?

Stór sýning var opnuð á Kjarvalsstöðum áðan. Það er engin tilviljun að Jóhannes Kjarval er dáður af myndlistarunnendum, flinkur og afkastamikill sem hann var. En hann náði mér í fyrsta skipti áðan á opnun sýningarinnar. Ég er nefnilega nýbúin að ganga á Austfjörðum, bæði í Borgarfirðinum hans, í Stórurð og um víkurnar. Ég sá Dyrfjöll í fyrsta skipti fyrir þremur árum og nú sé ég landslag með öðrum augum. Já, ég hef alveg ferðast um Ísland áður, en Austfirðirnir eru töfrandi. Og JSK líka. 

Afköstin, maður lifandi, eru ótrúleg. Vissulega varð hann býsna gamall og vissulega skildi hann við fjölskylduna 1924 (39 ára) en hann hefur verið stöðugt að. Og ég man ekki eftir að hafa fallið í stafi yfir myndunum hans af fólki ...

Já, þessi voðalega hrifning segir kannski meira um mig – en hann á allt lof skilið.


Bloggfærslur 5. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband