Hrútar

Nei, ég ætla ekki að blogga um ríkisstjórnina heldur Hrúta. Ég þóttist hafa himin höndum tekið þegar hún var á dagskrá RÚV um páskana því að auðvitað hafði ég ekki hundskast á hana í bíó. Ég gat ekki vakað yfir henni og undraðist himinskautin sem hún hafði farið með. Nokkrum dögum síðar horfði ég svo á hana í sarpinum (í tölvunni) og get sagt fyrir mína parta að Siggi Sigurjóns og Theodór Júlíusson eru stórkostlegir leikarar. Mér fannst söguþráðurinn dálítið hægur, ég játa það, en þegar bræðurnir voru á skjánum fannst mér samt æsispennandi að fylgjast með svipbrigðum þeirra eða svipbrigðaleysi. Þeir búa talsvert afskekkt, hvor í sínu lagi, andskotast hvor út í annan áratugum saman en ná saman um sitt sameiginlega áhugamál. Ærkynið.

Það lá við að ég fyndi lyktina af þeim í tölvunni. Stórkostlegur leikur og stórkostlegt lokaatriði.


Bloggfærslur 5. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband