Þegar forseti er valinn ...

Er út í bláinn að fara eftir tilfinningu?

Ég get alveg rökstutt af hverju ég hugsa mér að kjósa Guðna. Hann er fróður, yfirvegaður, æsingalaus, fastur fyrir, nægilega sjálfsöruggur og ekki flokkspólitískur. Árum saman hef ég vitað af honum, hlustað á fyrirlestra, heyrt í honum í útvarpi og, já, ég veit hverjir bræður hans eru og hef hitt mömmu hans. Að sönnu veit ég ekki skoðun hans í öllum málum en forseti á ekki að hafa úrslitaáhrif í landsmálum nema þegar þjóðin biður hann. Og þjóðin á að hafa meira frelsi til áhrifa samkvæmt stjórnarskrá. Ég treysti Guðna til að gera hið rétta.

Tilfinningarökin eru svo þau að Bessastaðir munu fyllast af börnum. Það hljómar ákaflega vel.


Bloggfærslur 10. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband