Stóri skjálfti Auðar Jóns

Spennusaga um flogaveika konu, hver hefði trúað því? Saga vaknar næstum minnislaus úr fyrsta flogakastinu í mörg herrans ár og þarf að púsla saman lífi sínu smátt og smátt. Lesandinn fær þannig skýrari mynd af lífi hennar með henni sjálfri. 

Ég veit ekkert hvort lýsingin á flogaveiki er trúverðug í sjálfu sér en mikið djö hlýtur að vera erfitt að vera með flogaveiki og vita ekki hvenær næsta kast kemur, hvort það kemur, hvernig maður bregst við og hvort aðrir í kringum mann átta sig á hvað er að gerast.

Spennandi áminning og vel skrifuð.


Bloggfærslur 22. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband