Ofbeldi eða einelti?

Mér brá eins og fleirum þegar ég horfði á fréttir í gærkvöldi og flutt var frétt af ofbeldi barna á barni. Börn gengu í skrokk á barni á skólalóð og ég held að enn annað barn hafi tekið það upp og dreift á samfélagsmiðlum.

Umræðan í dag hefur talsvert verið um einelti í skólum. Því miður virðist einelti vaða uppi sums staðar og úrræðaleysi er áberandi. Sums staðar er Olweus-áætlunin virk og auðvitað fréttir maður síður af því þegar tekst að grípa í taumana og afstýra ljótum brotum.

En eftir gærkvöldið er ég hugsi yfir orðalaginu. Það sem ég sá á myndbandinu var einfaldlega ofbeldi, líkamlegt og gróft ofbeldi. Mér finnst óþarfi að ofnota orðið einelti þótt það hafi sjálfsagt verið undanfari ofbeldisins. 


Bloggfærslur 6. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband