Forsetakosningarnar 1996

Kannski hófst kosningabaráttan í dag, en kannski hefst hún ekki fyrr en 21. maí þegar framboðsfrestur rennur út og við vitum hverjir vera raunverulega í kjöri. En ég get sagt fyrir mig að ég mun ekki kjósa þann sem arkaði inn á sviðið í morgun. Og þótt mér finnist kosningarrétturinn heilagur og muni aldrei láta ógert að mæta á kjörstað er ég að verða æ ánægðari með að hafa nýtt atkvæðið mitt 1996 til að skila auðu.

Ég vil ekki pólitíkus á Bessastaði. Mér finnst enn alveg koma til greina að hafa einfaldlega ekki forseta en á meðan við höfum forseta vil ég að þangað veljist maður sem hefur ekki tengsl inn í flokkapólitík. Auðvitað er allt lífið pólitík eða þjóðmál, afstaða til mála, en mér finnst brýnt að fólk leyfi sér að taka afstöðu byggða á upplýsingum og að fólk geti leyft sér að skipta um skoðun ef nýjar upplýsingar bjóða upp á það.

Í mínum augum stendur valið á milli Andra og Guðna. Ég þekki hvorugan persónulega en hef vitað af þeim lengi eins og mörgu öðru áberandi fólki í samfélaginu. 

Þótt mér finnist Davíð hafa gert óskiljanleg mistök með því að bjóða sig fram - og segjast í leiðinni hafa ákveðið sig í skyndingu (sem ég trúi ekki og ef hann hefði tekið skyndiákvörðun af þessu kalíberi væri þau aukadómgreindarskortur) - viðurkenni ég að sem áhugamaður um þjóðmál og hasar sé ég fram á gósentíð. Spennumyndir verða óþarfar næstu tvo mánuðina.


Bloggfærslur 8. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband