Eitt kjördæmi

Eini fulltrúi þjóðarinnar sem er kosinn beint af fólkinu er forsetinn. Af hverju er landið ekki eitt kjördæmi, a.m.k. í forsetakosningum?

Ég horfði ekki nógu nákvæmlega á kosningasjónvarpið í gær. Ég fór á kosningavöku nýja forsetans og heyrði mest lítið í sjónvarpinu en þykist vita að áhorfendur hafi þurft að bíða eftir tölum. Svo birtast tölur flokkaðar eftir kjördæmum. Hvers vegna?

Engu að síður er ég sæl með niðurstöðuna og hlakka til næstu mánaða og ára.

Svo er landsleikur í Nice á morgun. Áfram, Ísland!


Bloggfærslur 26. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband