Ásetið land?

Ferðaþjónustan er ein af þremur meginstoðum atvinnuveganna um þessar mundir. Mörg hótel eru í byggingu í Reykjavík, margt fólk leigir íbúðirnar sínar í gegnum Airbnb og í einhverjum bæklingum er talað um að Ísland sé uppselt í júní, júlí og ágúst.

Ég fór hringinn seinni partinn í júlí og mér kom verulega á óvart að víða um land mætti ég engri rútu klukkutímum saman, kannski bílaleigubílum, ég er ekki nógu glögg á þá, en alls ekki heilu förmunum af túristum. Auðvitað er ósköp notó að eiga stór landflæmi fyrir sig og gönguhópinn sinn en að sama skapi er skelfilegt að koma á fjölförnu staðina á suðvesturhorninu og Stór-Mývatnssvæðinu þar sem ekki verður þverfótað fyrir fólki sem kemur til Íslands í von um að upplifa auðn og fólksfæð.

Undanfarið hef ég hins vegar spjallað við marga útlendinga í Reykjavík og þótt þeir dásami land og þjóð, náttúru og m.a.s. veðráttu kemst alltaf fljótt til tals að hér sé ALLT rándýrt.

Dreifum fólki víðar um land og stillum í hóf verðlagningu á algjörlega samanburðarhæfum vörum milli landa.

Nú bíð ég spennt eftir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi samband og bjóði mér vinnu við að útfæra hugmyndir mínar frekar.


Bloggfærslur 16. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband