Flugeldasala + björgunarsveitir

Björgunarsveitirnar voru valdar maður ársins á Rás 2. Mér finnst það undarlegt val þar sem margt fólk er í björgunarsveitunum. Hins vegar vinna björgunarsveitirnar óeigingjarnt og dýrmætt starf. Mér skilst að þær fjármagni sig aðallega með flugeldasölu og nú hefur ár eftir ár fólk argað yfir því að aðrir vilji líka selja flugelda.

Ég veit ekki hvað flugeldar kosta, hvorki hjá björgunarsveitunum né öðrum. Er það sama verð fyrir sömu vöru? Þá skil ég alls ekki af hverju fólk verslar ekki við björgunarsveitirnar. Ef það munar hins vegar t.d. 20% og hleypur á tugum þúsunda hjá áhugasömum um flugelda er skiljanlegt að fólk horfi í budduna.

Ég spyr: Er ekki tímabært að huga að annarri fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar? Er endilega hollt og heilbrigt að sprengja svona mikið á hverju ári?

Slökkviliðsmenn byrjuðu líka sem sjálfboðaliðar en eru nú launamenn, sem betur fer. Er hugsanlegt að það þurfi að nálgast flugeldasölu, björgunarsveitir og lífsbjargir á annan hátt en með rifrildi og hástöfum á hverju ári?


Bloggfærslur 1. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband