338.349!

Mér varð litið inn á vef Hagstofunnar áðan og krossbrá. Þar stendur:

Hinn 1. janúar 2017 voru landsmenn 338.349 og hafði þá fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8%. Konum og körlum fjölgaði nokkuð jafnt en karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur.

Við sátum tvö íslensk í flugrútunni í gær á leið í bæinn eftir skíðafrí í útlandinu og spjölluðum við aðkomumenn. Einar: Og við erum bara 300.000. Ég: Hey, við erum 330.000, bannað að draga úr.

En við erum að nálgast 340.000! Ekki nema von að innan um og saman við sé fólk sem ég hef bara aldrei séð.

Ef ég skyldi aftur fara í leiðsögn er vissast að hafa staðreyndir á hreinu.


Bloggfærslur 27. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband