Greiða niður skuldir

Já, ég er að hlusta á Silfrið. Já, ég er líka skynsemin holdi klædd og vil greiða niður skuldir til að eyða ekki 10% af tekjunum í vaxtagjöld. Hvað með að safna ekki svona miklum skuldum? Í ríku landi eins og okkar ættum við öll að geta unnið 20 tíma vinnuviku og samt lifað eins og blómur í eggi. Af hverju nær þá fólk (sumt) ekki endum saman þótt það vinni myrkranna á milli (nema á sumrin þegar sól sest ekki)?

Hrunið varð fyrir níu árum og þá var ríkissjóður svo gott sem skuldlaus, segir sagan. Af hverju erum við ekki komin lengra?

Og meðan ég man, ég er hlynnt einföldun skattkerfis, líka í ferðaþjónustunni. Ég heyrði nefnilega viðtal við Þóri Garðarsson á Sprengisandi áðan. Burðaratvinnugreinarnar væla mest en eru trúlega aflögufærastar. Nú ætla ég bara að hugsa um stjórn fiskveiða en ekki segja neitt ...


Bloggfærslur 23. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband