10 sinnum lægri laun?

Ég þurfti að horfa tvisvar á 10-fréttatíma RÚV til að trúa eigin eyrum. Haraldur Teitsson hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni sagði að útlendu bílstjórarnir sem keyrðu hér með túrista í vaxandi mæli væru með 10 sinnum lægri laun.

Ég skil að hann hafi mismælt sig en hvað vildi hann sagt hafa? Að útlendu, undirborguðu bílstjórarnir væru með 10 kr. lægra tímakaup? 10.000 kr. minna á mánuði? 10% lægra kaup?

Datt fréttamanninum ekki í hug að staldra við þetta?

Íslenskir rútubílstjórar voru á smánarlaunum meðan ég vann sem leiðsögumaður. Vonandi eru þau orðin skárri þótt ég leyfi mér að efast um það. Ástæðan fyrir að þeir tolla í starfinu er að þeir búa þó við nokkurt atvinnuöryggi og ég held að þeim finnist innan um og saman við dálítið næs að vera á kaupi tímunum saman í bílnum eða á spjalli við aðra í ferðaþjónustunni meðan leiðsögumaður gengur upp að fossum, upp á jökla og niður með ám með túristunum sínum. Þeir eru bundnir í vinnunni en geta aðeins um frjálst höfuð strokið. Ég vona að enginn lesi öfund úr orðum mínum, ég þekki marga frábæra rútubílstjóra og mér hefur mest sviðið að þeir séu ekki á samkeppnishæfum launum. Þeir hífa upp launin með yfirgengilegri aukavinnu.

En 10 sinnum lægri laun þýðir líklega að útlensku bílstjórarnir borga með sér og það dálítið ríflega -- og þá er von að Halli eigi erfitt með að keppa við þá.


Bloggfærslur 8. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband