Höfum hátt

Ég fylgist með fréttum. Ég hlusta mikið á útvarp en virðist leggja betur á minnið það sem ég les og ég fletti blöðunum þótt ég dragist aðeins aftur úr. Nú var ég að lesa leiðara frá 5. júlí þar sem við erum hvött til að hafa hátt og láta ekki kynferðisglæpi gleymast, ekki til þess að við munum þá sjálfa heldur til þess að koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.

Sjálfsagt er einhver nálægt mér sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi þótt ég viti það ekki en ég er ekki í vafa um að slíkir glæpir setji mark sitt á þolandann til langrar framtíðar. Nógu erum við buguð eftir fjármálaglæpi hrunsins og fjárhagslegt tjón sem við urðum fyrir þá. Peningar eru að sönnu ávísun á ýmis gæði en heilsa manns er ekki síður ávísun á lífsgæði.

Umræddur lögmaður var dæmdur fyrir kynferðisglæpi. Af hverju ætti vinnuheilsa hans, sem er þar að auki kominn á lífeyrisaldur, að vega þyngra en heilsa fjölmargra fórnarlamba kynferðisglæpa?

#höfumhátt


Bloggfærslur 16. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband