Jaðrakaninn er í karlkyni (málfræði)

Mig rak í rogastans að heyra að til væri alþjóðanefnd um hestanöfn og að Gullúu á Skeggsstöðum hefði verið bannað að skíra merina sína Mósuna. Gott og vel, þetta er hryssa og þá er n-ið greinirinn en hvað hefði gerst ef um væri að ræða hest og nafnið væri þá með greini Mósaninn? Til er fugl sem heitir jaðrakan og er í karlkyni -- en það stendur eðlilega oft í fólki sem heldur að um sé að ræða kvenkynsorð og beygir það sem slíkt.

#fögnumfjölbreytileikanum

Myndaniðurstaða fyrir jaðrakan


Bloggfærslur 24. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband