Er kímni gáfa?

Oo, ég er alltaf svo hrifin af þessari fyrirsögn, eða titili eftir atvikum. Ég notaði hann á BA-ritgerðina mína fyrir 12 árum og nú gengur texti ritgerðarinnar að litlu leyti í endurnýjun lífdaga á næstunni. Blaðamaður á Vikunni hringdi í mig í gær og vildi taka við mig viðtal um húmor. Fyndið? Hoho. Ritgerðin var um beittan tilgang húmors í Hvunndagshetju Auðar Haralds.

Ó, þeir tímar.

Niðurstaðan varð sú að húmor hafði meira en skemmtigildi. Fyndið? Ja, það er alltaf hægt að skemmta skrattanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband