Umbúðabylting

Ég hef ekki farið út í að skilja umbúðir eftir í búðum. Hins vegar kaupi ég ekki sérpakkaðan engifer í frauðbakka og með plasti utan um, ég sleppi honum frekar enda er ég sjaldnast alveg uppiskroppa, og ekki heldur kirsuberjatómata í plastbakka. Ég fagna byltingunni og er aldeilis til í að andæfa öllum þessum andskotans umbúðum. 

Í sjónvarpsfréttum í kvöld var líka umfjöllun um ógrynni af mat sem er hent þótt hann sé vel ætur. Ef allur heimurinn hegðaði sér eins og við gerum þyrftum við fimm eða sex jarðir.

Umbæturnar byrja heima en manni er sannarlega gert erfitt fyrir með öllum umbúðunum í búðunum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband