Fyrirhugaður flutningur Fiskistofu

Ég er með flunkunýja kenningu um meintan flutning Fiskistofu. Hann á að styrkja flugvöllinn í Vatnsmýrinni! Ef margir starfsmenn flytja með þurfa þeir samt að komast hratt og örugglega í bæinn, bæði út af almennri stjórnsýslu og til að hitta ættingja og vini því að ákvörðunin um flutning kemur að ofan. Ef þeir flytja ekki með þurfa nýir starfsmenn engu að síður að komast á fundi með stjórnsýslunni.

Ef hætt verður við, e.t.v. vegna þess að ekki tekst að breyta nauðsynlegum lögum, er áfram brýnt að hafa flugvöllinn þar sem hann er. Rökstuðningur? Nei, hann þarf ekki. Ég þarf ekki að rökstyðja mál mitt ...

Aukahugleiðing: Er ekki eitthvað rökrétt við að megnið af stjórnsýslunni sé á einum stað, t.d. á höfuðborgarsvæðinu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband