,,Það frosnar allt"

Ég var með kveikt á Bakaríinu í morgun sem ég geri sjaldan því að mér finnst (fannst ef til vill) annar stjórnandinn of leiðinlegur. Nú heyrði ég þá hins vegar tala um þýðingu á vinsælum söngtexta fyrir börn. Jói býsnaðist mikið - mér að skapi - en Rúnar bar í bætifláka og stakk upp á að þetta væri vegna laglínunnar (tvö atkvæði í frosnar en eitt í frýs) eða að málvillan (sem „frosnar“ telst enn vera) ætti að vísa í lágstétt. Svo kom þeim saman um að þetta væri bara ljótt og rangt og óverjandi.

Ég tók ofan.

Es. Síðari tíma viðbót hermir að textinn sé ekki „Það frosnar allt“ heldur „það frosna afl“. Sel það ekki dýrara. Málfarið er samt einnar messu virði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband