Hálfmaraþon í hljóði eða með hvatningu?

Ég sá frábæra hugmynd að áheitum og stuðningi á hinu hugmyndaríka interneti í gær, að heita á hljómsveitir og einstaklinga að standa fyrir peppi á hlaupaleiðum í stað þess að heita á hlaupandi einstaklinga og styðja það sem ríkið ætti að borga með sköttunum mínum.

Þetta var sossum orðað öðruvísi. 

Ég hef hingað til ekki hlaupið meira en 10 km en ég held að allir sem hafa gert það séu sammála um að hvatningin í Vesturbænum er ómetanleg. Albest er þegar einhver hvetur mann persónulega en lífleg tónlist og almennt KOOOMASO er líka frábært. Þótt maður sé kannski búinn með megnið af púðrinu getur maður alltaf sprett Lækjargötuna af því að þar er svo margt fólk.

Hálft og heilt maraþon er nú hlaupið um iðnaðarhverfi en ef leiðin lægi um íbúðagötur væri hægari vandi, gef ég mér, að fólk færi út á tröppur eða götu eða svalir með pott og sleif, og slægi takt, eða háværara kerfi eða hljóðfæri og hvetti hlaupara. Það er stemning og stemning er skemmtileg.

Ég get alveg ímyndað mér að ég hlaupi 21,1 km 22. ágúst 2015 ef ég má búast við almennri hvatningu á leiðinni, jafnvel hvatningu sem ég tek þátt í að mynda með því að styðja við þá sem væru til í að standa við hlaupaleiðina með tónlist.

Eða kannski ég læri á i-podinn minn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband