Flöskuskeyti frá P

Ég sat um Flöskuskeytið hans Jussis á bókasafninu, kom höfundinum á tal við annað fólk og sannreyndi að fleiri höfðu lesið bækurnar hans og fundist þær spennandi. Svo varð ég fyrir vonbrigðum með hana, þótti hún ekki eins spennandi og ég reiknaði með og dálítið meira predikandi. Allra verst er þó að uppgötva - á fjórðu bók - að persónusköpunin er í molum. Að vísu á Carl Mørck að vera illa í húsum hæfur og leiðindaskarfur sem fólk vill ekki vinna með (en fallegi sálfræðingurinn fellur fyrir) af því að hann fer sínar eigin leiðir en þegar á hólminn er komið og ofan í kjallarann á lögreglustöðinni slengir hann fótunum í sífellu upp á skrifborðið og vill sofna út frá skini tölvuskjásins. Nei, ég er ekki sannfærð.

Hann ergir sig þegar Assad segir eitthvað og líka þegar Assad þegir, hugsar Yrsu/Rose í sífellu þegjandi þörfina þótt hún sýni mikið sjálfstæði í hugsun og verki (eins og honum er álasað fyrir) og vill sitt á hvað að þau fái meira pláss og minna pláss til að athafna sig.

Flöskuskeytið. Bréfið í flöskunni skrifaði fórnarlambið SMÁUM stöfum með hendur bundnar fyrir aftan bak og blekið var blóð úr honum sjálfum. Hræddur unglingur. Svo tróð hann bréfinu ofan í flösku, lokaði henni og kom af stað út í umheiminn.

Hættu nú alveg. Setti ENGINN spurningarmerki við það? Las enginn söguþráðinn yfir? Og það var margt fleira sem ég ætla ekki að tíunda ef einhver lesandi bókarinnar skyldi villast hingað inn fyrirfram.

Svo er náttúrlega sami gallinn í þýðingunni farinn að pirra mig meira. Ég sá dönskuna á bak við í orðaröðinni og sumu orðavali.

Ég leyfi nýjustu bókinni að liggja á bókasafninu um hríð og tek nú upp Fiskana sem hafa enga fætur. Ég veit að ég get treyst á stíl Jóns Kalmans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband