Matarskattur

Ég næ því auðvitað að orðið matarskattur er ekki notað í fjárlagafrumvarpinu þannig að það þýddi ekki að leita að því. En lægra skattþrepið var hækkað úr 7% í 12%, sem sagt um 5 prósentustig en rúm 70%. Af hverju notar enginn það? Samt geri ég mér aftur grein fyrir að matur mun ekki hækka um 70% - eða ég vona ekki. Virðisaukaskattur er ekki það eina sem myndar verðið á mat.

7 sinnum 70% eru 4,9, eru þetta ekki örugglega réttir útreikningar hjá mér?

Engu að síður er fyrirsjáanlegt að matarverð hækki. Er það ekki meðvitað hjá ríkisstjórninni vegna þess að íslenska þjóðin er orðin svo feit? Maður spyr sig - eða þig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl.

Prósentureikninginn fer annar bloggari í og þar er þér færður sannleikurinn :

http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1442490/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.9.2014 kl. 01:25

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

... og er mér sammála. Hann túlkar þetta pólitískt en ég er bara að hugsa um stærðfræðina.

Berglind Steinsdóttir, 12.9.2014 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband