60/40 - alveg sannfærð

Á morgun ætla Skotar að greiða atkvæði um mögulegan aðskilnað Skotlands og Englands. Samkvæmt skoðanakönnunum er mjótt á mununum og niðurstaðan ræðst af þeim óákveðnu sem mæta svo samt á kjörstað. Ég hef ekkert fylgst með fyrr en alveg upp á síðkastið og ég held að meiri hluti sé fyrir því að vera áfram hluti af Bretlandi. 

Ég meina, allir gera sér grein fyrir að Skotland hefur sérstöðu, t.d. í tungumálinu, landslaginu og tónlistinni. Þá geta Skotar vel verið hluti af stærra samhengi.

Ég tengi þetta lóðbeint við vilja minn til að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæði Íslands. Grafarvogur gæti allt eins verið sérstakt sveitarfélag eins og Seltjarnarnes eða Kópavogur.

Skotar eru með eigið þinghús og auðvitað eiga þeir að ráða sínu daglega lífi en mér finnst -- allt byggt á tilfinningalegum rökum -- að þeir eigi að vera hluti af Bretlandi áfram.

Ég er líklega þar í aldri sem er líklegur til að segja nei við sjálfstæðinu. Samt styð ég almennt sjálfstæði fólks, frjálsan vilja og atkvæðisrétt.

---

Nú er ég næstum leið yfir að hafa haft rétt fyrir mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband