Með jafnrétti

Góðir hlutir gerast ekki af sjálfu sér, a.m.k. ekki alltaf, þótt mann langi til þess. Nú er búið að hleypa af stokkunum átaki gegn kynjamisrétti, HeForShe, sem er sérstaklega beint til karla af því að verið er að reyna að rétta hlut kvenna.

Ég skrollaði aðeins um síðuna áðan og sá heimskort þar sem sýnt er hversu vel karlar hafa tekið við sér. Og við erum ekki að tala um höfðatölu heldur eru rauneinstaklingar rauntaldir.

Ef rétt er talið hafa núna 121.309 karlar skrifað undir, þar af 5.740 á Íslandi, 509 í Finnlandi, 209 í Rússlandi og 2 í Máritaníu. Ef rétt er talið ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þegar við erum langt komin með að útrýma hungri og sjúkdómum með læk á facebook er ekki úr vegi að tækla mismunun með millilandakeppni í undirskriftum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.9.2014 kl. 00:38

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og þú leggur þitt af mörkum.

Berglind Steinsdóttir, 25.9.2014 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband