Og enginn er hann Gunnar á Hlíðarenda

„Steinn var bróðir Halls grámunks, þótt lítið ræktu þeir frændsemi sína. Enda voru þeir nokkuð ólíkir. Ekki var Hallur fagur ásýndum, en þó var Steinn hálfu ljótari. Hann var lítið meira en dvergur að vexti og gekk höfuðið ofan milli axlanna. Skrefstuttur var hann og innskeifur, en þó manna skjótastur á fæti. Munnstór var hann, engur síður en Hallur, en af líkamslýtum hans voru höfuðbeinin nokkuð úr lagi gengin, svo að augun lágu skáhöll og kinnbeinin voru gengin út. Tanngarðurinn lá nokkuð hátt. Skeggið var hýjungur einn, en andlitið þó loðið upp undir augu. Allt gaf þetta andlitinu eitthvert hálfgert rándýrsútlit.“

- bls. 84-85 í útg. 2013 (en bókin kom fyrst út 1914)

Hverjum er svo lýst? Höfundurinn er oft með svona svæsnar mannlýsingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband