Anna frá Stóruborg > femínisti?

Anna og Hjalti voru sannarlega uppi í kringum siðaskiptin. Segir sagan. Svo skrifaði Jón Trausti dásemdarbók um þau í byrjun 20. aldar. Hún kom fyrst út 1914 og svo gaf Salka hana út upp á nýtt í fyrra.

Anna er stórættaður og forríkur höfðingi sem er í senn hlý við vinnufólkið sitt og með afgerandi kröfur. Sveitungum hennar er vel við hana og eini maðurinn sem er lengst af bókarinnar uppsigað við hana er hennar eigin bróðir, sýslumaðurinn Páll Vigfússon sem vill drottna yfir öllu og öllum.

Af hverju er hún ekki á hverju náttborði, þessi bók? Af hverju er Jóni Trausta ekki hampað? Anna er rökfastur húmoristi sem storkar bróður sínum en gefur engan höggstað á sér. Og svo eru þarna Sigvaldi í Hvammi, blíðalognið, og Steinn á Fit, stórskemmtilegar týpur.

Fyrir hartnær fimm öldum sýndi Anna takta sem hver einasti jafnréttissinni væri fullsæmdur af. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband