Orðbragð - abððgorr - rotinpúrulegur

Óskaplega er Orðbragð skemmtilegur þáttur.

Þau Brynja og Bragi tala þráðbeint upp í eyrun á mér en ég held að eiginlega allir hafi gaman af þættinum, orðbragðinu sjálfu, myndmálinu, grafíkinni og leiknum.

Í þætti kvöldsins fannst mér samt ömmumæðginin ekki ráða við leikinn. Þegar barnabarnið fór að tala um að „slumma“ sá ég að samtalið var ekki sjálfsprottið og það fannst mér verra. Samt er amman leikari.

En Guðrún Kvaran sýndi meistarataktra og nú get ég ekki annað en velt fyrir mér hversu mörg af 615.000 orðunum ég þekki ekki ...

Uppáhaldsorðið mitt um þessar mundir er rotinpúrulegur sem kemur mér á óvart því að uppáhaldsorðin mín byrja yfirleitt á g: grámata, glæpnepja, gonaralegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband