Kristina Ohlsson

Ég hef stundum samviskubit yfir að lesa krimma. Er það ekki tímasóun? Á ég ekki frekar að lesa fræðibækur? Ævisögur? Alice Munroe, Þórberg Þórðarson og Samuel Beckett? Bækur um tónlist? Hlusta á tónlist? En sumir krimmar eru mikil samfélagsstúdía og vísa langt út fyrir söguefnið sem stundum er líka skelfilegt og grimmdarlegt.

Utangarðsbörn, fyrsta bók Kristinu Ohlsson, réttlætir allan lestur. Ég las fyrst þriðju bókina þar sem Fredrika, Peder og Alex koma við sögu og varð mér svo úti um fyrstu bókina. Við lestur þeirrar bókar vissi ég heilmikið um afdrif persónanna síðar á ævinni en það kom ekki að sök. Þau eru öll skýrt teiknaðar persónur, mennsk, breysk, gagnrýnin, gagnrýnisverð - eins og flest fólk. Þau hafa öll sína djöfla að draga en eru ekki endilega fráskilin og með áfengisvandamál eins og óskaplega margt löggufólk fyrr og síðar, heima og heiman.

Fredrika kemur ný inn í lögguna og er á reynslutíma. Henni finnst hún vanmetin, misskilin og eiginlega of góð til að sinna þessu. Hún er með skýra rökhugsun, dálítið ferköntuð, ansi akademísk enda háskólagengin. Alex og Peder eru reynsluboltar með mikið innsæi, búa yfir mikilli vinnugleði og skýrri löngun til að upplýsa glæpina. Þeir láta undir höfuð leggjast að kynna „sérfræðinga“ með nafni og eru dálítið á þeirri línu að ekkert lærist nema af reynslunni - eins og þeir hafa aflað sér í starfi. Þau hugsa hvert öðru þegjandi þörfina en verða þegar á líður að viðurkenna að samlegðaráhrifin virka. Og saman ná þau árangri.

Ég gat svooooooooooooo auðveldlega sett mig í þessi hrokafullu spor og verð að gjöra svo vel að hugsa sumt í mínu eigin daglega atferli upp á nýtt. Er byrjuð.

Kristina kemur sjálf úr háskólaumhverfinu og vinnur (vann?) sem öryggisráðgjafi hjá sænska ríkislögreglustjóraembættinu. Ég gef mér að hún hafi séð í návígi báðar hliðarnar sem hún lýsir hvað mest.

Ég er þegar búin að ná mér í Baldursbrár og hlakka til að læra meira um mannlegt eðli sænskra.

Þýðingin, ekki hægt að minnast ekki á hana, er svo góð að mig rak í rogastans þegar ég sá dæmi um ofvöndun. Alveg eins og við erum ÁHYGGJUfull þegar svo vill verkast er SVEFNHERBERGISgangur í sumum íbúðum.

 

 svefnhergjaganginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband