Klukkuna vantar

Guðrún Svava Bjarnadóttir, umsjónarkennari minn í 10 ára bekk, leiðrétti í stíl hjá mér orðalagið „þegar klukkan var 10 mínútur í 8“ og síðan er mér tamt að tala um að klukkuna vanti 10 mínútur í 8. Hins vegar finnst mér eðlilegt að segja að klukkan sé 10 mínútur yfir 8 þótt það sé eiginlega sama ranghugmyndin af því að klukkan ER ekki. Málfarsráðunautur RÚV talaði í Morgunútgáfunni í gær um að „rétt“ væri að segja að klukkan væri 10 mínútur gengin í 9. Jafnframt gekkst hún þó við því að tungumálið breyttist og þróaðist.

Ég gríp ekki fram í fyrir fólki sem segir „10 mínútur í“ en ætla að halda mig við hitt enn um hríð. Og nú er klukkan stundarfjórðung gengin í miðnætti ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband