Appelsínugulur líffæragjafadagur 29. janúar

Þegar kemur að litakóðuðu átaki til að standa með heilsutengdu málefni er ég svakaleg stemningsmanneskja. Ég hef líka lengi verið áhugamaður um að gera fólki auðveldara um vik að sýna vilja sinn til líffæragjafar ef svo illa fer að lífinu ljúki án þess að öll starfsemin geri það sömuleiðis. 

Á morgun er áskorun um að klæðast einhverju appelsínugulu til að sýna í verki vilja sinn til að vera líffæragjafi ef á reynir. Á morgun er 29. janúar og á morgun er ár liðið síðan ungur maður dó en var áður búinn að láta aðstandendur sína vita að hann vildi vera líffæragjafi ef til þess kæmi.

Ég verð appelsínugul nánast frá toppi til táar. Ég er líffæragjafi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband