Náttúrupassinn

Ég er skattgreiðandi. Ég er fyrrverandi leiðsögumaður. Ég er ferðalangur, bæði innan lands og utan. Ég borga. En ég er náttúrlega ekki pólitíkus og alls engin áhrifamanneskja í álögum, innheimtu, ráðstöfunum eða öðrum stjórntækjum.

Auðvitað munar mig ekki neitt um 500 kr. á ári. Mér væri meira að segja sama þótt ég þyrfti að kaupa og jafnvel bera á mér náttúrupassa í sjálfu sér. Það þarf að leggja og halda við stígum. Það þarf að útbúa og halda við grindverkum. Það þarf að þrífa klósett. Það þarf að kortleggja gönguleiðir. En þarna stendur einmitt hnífurinn í kúnni, ég hef ekki sannfærst um að peningurinn sem yrði aflað svona - með óhjákvæmilegri yfirbyggingu - færi í það sem hann ætti að gera, nefnilega uppbyggingu og viðhald. Ég held að mjög hátt hlutfall færi í eftirlit með passanum sjálfum. Mér dettur meira að segja í hug að þetta sé atvinnubótavinna fyrir einhvern sem er búið að munstra í að gefa út og fylgja náttúrupassanum eftir.

Getur þú sannfært mig um að ég hafi rangt fyrir mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur alveg rétt fyrir þér og það sem verra er að fyrst verða þetta 500 kr sem duga engan vegin í bullið sem þessum passa mun fylga og svo þetta verða því fljótlega 5000 og svo áður en langt um líður 20.000 og svo koll af kolli, sjáðu bara til.....

Kristinn (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 14:34

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú hefur rétt fyrir þér - allur pneingurinn og meira til fer í yfirbyggingu, sem svo stækkar, og verðið á passanum hækkar, og yfirbyggingin stækkar langt umfram það... og svo framvegis.

Eins og allt alltaf á undan.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2015 kl. 15:02

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held líka að ráðamenn séu búnir að átta sig á þessu. Þeir eru byrjaðir að draga í land.

Berglind Steinsdóttir, 1.2.2015 kl. 13:03

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég átta mig ekki á því hvernig náttúrupassinn á að virka á Geysissvæðinu þar sem ríkið (þ.e. við) á að öllu leyti svæðið umhverfis Geysi, Blesa og Strokk, en hópur landeigenda annað ásamt ríkinu.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1323193/


Ágúst H Bjarnason, 2.2.2015 kl. 11:46

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Alveg rétt hjá þér, það er engin leið að gera þetta enda heyrist mér enginn hafa sannfæringu fyrir málinu. Maður má samt ekki treysta því að skynsemin ráði og þess vegna er frábært að sjá þína góðu úttekt.

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, var til dæmis orðin dálítið svag fyrir hugmyndinni á fimmtudaginn (http://www.althingi.is/altext/raeda/144/rad20150129T191826.html):

Ég er jákvæðari núna en ég var í morgun. Kannski verð ég orðin aftur neikvæð í 2. umr. en ég hef áhyggjur af þessu með að það geti orðið pínu villta vestrið ...

Berglind Steinsdóttir, 2.2.2015 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband