Maraþonferðamennska - heilsutengd ferðaþjónusta?

Ég er uppfull af glænýjum upplýsingum sem ég veiddi upp úr maraþonhlaupara sem fór til Tókíó nýverið, já, einmitt til að hlaupa maraþon. Hlaup er nýjasta dellan mín og þótt ég hlaupi því miður ekki hratt get ég haldið lengi áfram þannig að ég sé fyrir mér að ég muni hlaupa 42,2 km í beit áður en ég verð öll.

Nema hvað, í Tókíó var á dögunum maraþonhlaup ársins 2015 og heimildir mínar herma sum sé að veðrið hafi verið eins og íslenskt vetrarveður. Mér varð svo um að ég spurði einskis frekar en ég man eftir margra stiga hita í janúarmánuðum sum árin þannig að það er ekki endilega slæmt. Svo sagði hann mér að fyrstu 5 km væru niður í móti og það fannnst mér hljóma afar vel. En fyrstu 2 km hlaupa maraþonhlaupararnir með 10 km hlaupurunum, þessar tvær vegalengdir eru ræstar saman og aðrar vegalengdir ekki í boði. Æ, ég sem var farin að gæla við 21,1 (eins og ég ætla að fara í RM í ágúst). Rúsínan í pylsuendanum var svo að flug og gisting í fjórar nætur hefði kostað 160.000 kr. Vúhú. Nema mér finnst tíminn of naumt skammtaður ef maður fer svona grefilli langa leið. En vá, hvað ég væri til í að fara til Tókíó. 

En kannski maður ætti að byrja á Þórshafnarmaraþoninu ...

Ég er farin að skilja betur áhuga útlendinga á að koma til Reykjavíkur í ágúst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband