Aumingja framkvæmdastjóri SAF

Ég vona að framkvæmdastjóri SAF sé á góðu kaupi. Það hlýtur að vera bæði lýjandi og niðurdrepandi að þurfa að ráðast í sífellu á lægstlaunaða fólkið í einni stoðgrein atvinnulífsins. Ég fullyrði til dæmis að laun leiðsögumanna - sem miklar kröfur eru gerðar til - séu fáránlega lítill hluti af verðmyndun ferðarinnar. Kúfurinn hafnar hjá öðrum en fólkinu á akrinum.

Ég þori ekki að hengja mig upp á hlutföllin en veit að þau eru nærri lagi þegar ég segi að fyrir 10 árum þurfti sex fargjöld í dagsferð til að borga laun leiðsögumanns en núna tvö. Túristinn borgar, það vantar ekki, hann borgar bara ekki leiðsögumanni, bílstjóra eða starfsmanni í gestamóttöku nema sáralítið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband