Fjalla-Eyvindur flæmdur úr byggð

Í þessum rituðu orðum er verið að frumsýna leikritið Fjalla-Eyvindur og Halla. Ég sá það á forsýningu í gær og var yfir mig hrifin af uppsetningunni. Sagan kom mér ekki á óvart, ég þekki það hvernig Eyvindur (Kári) og Halla felldu hugi saman og þurftu að flýja réttvísina þar sem hann var meintur sakamaður. En stundum missir maður sjónar á því sem er beint fyrir framan augun á manni. Hverju stal Eyvindur sem gerði það að verkum að hann fór úr fæðingarsveit sinni, tók sér annað nafn og villti á sér heimildir? Af hverju þurfti hann að hírast í einsemd (síðar þó tvísemd og jafnvel þrísemd) þegar réttvísin kom aftur auga á hann? Voru lögin svo óbilgjörn? 

Ég las Höllu og heiðarbýlið (eftir Jón Trausta) nýlega og þar þurftu menn líka að verja hendur sínar og æru án sjáanlegs glæps, þ.e. Hjalti hennar Önnu. Yfirvaldið hafði tögl og hagldir og réttarríkið virtist lítils mega sín. Er það ekki breytt?

Ef við værum lausnamiðaðri og fúsari að bæta frekar en að brjóta niður og refsa hefði Eyvindur kannski orðið gegn og góður ráðsmaður eða bóndi, alið börn sín upp í góðum siðum - og orðið öllum gleymdur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband